Í gær tilkynnti streymisveitan Netflix á Twitter aðgangi sínum að væntanleg væri kvikmyndin El Camino, auk þess birtist stutt brot úr myndinni þar sem yfirheyrsla fer fram. Sjá má myndbrotið hér að neðan.
What happened to Jesse Pinkman?
El Camino: A Breaking Bad Movie
October 11 pic.twitter.com/PuoWBgfDJ0
— Netflix US (@netflix) August 24, 2019
Í aðalhlutverkum eru þeir Bryan Cranston, sem leikur Walter White, og Aaron Paul, sem leikur Jesse Pinkman. Fleiri persónur úr þáttunum hafa notið vinsælda og má þar nefna lögfræðinginn Saul Goodman en um hann voru gerðir þættirnir Better Call Saul sem hafa einnig notið vinsælda.