Ariana sneri aftur til Manchester til að fagna fjölbreytileikanum Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 08:41 Ariana Grande. Vísir/Getty Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017 með þeim afleiðingum að 22 létust. Í kjölfarið hélt söngkonan styrktartónleika í borginni með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum heims og var hún gerð að heiðursborgara í borginni. Á laugardag sneri söngkonan í fyrsta sinn aftur til borgarinnar eftir árásina og styrktartónleikana til þess að koma fram á gleðigöngunni þar í borg. Hún sagði það vera yfirþyrmandi að heimsækja borgina á ný og viðurkenndi að hún væri nokkuð stressuð. „Ég er svo glöð að vera með ykkur, takk fyrir að taka á móti mér. Fyrirgefið, ég er svo stressuð. Ég ætlaði að segja miklu meira en þetta er mjög yfirþyrmandi. Svo takk,“ sagði söngkonan og bætti við að borgin myndi alltaf eiga sérstakan stað í hjarta hennar. Ariana, sem er ein vinsælasta söngkona heims, söng níu lög fyrir þátttakendur göngunnar og hóf leik á laginu No Tears Left To Cry, sem var fyrsta lagið sem hún gaf út í kjölfar árásarinnar. Að sögn aðdáenda var augljóst að tónleikarnir væru tilfinningaþrungnir fyrir söngkonuna, sem virtist vera við það að bresta í grát þegar hún tók lagið. „Hún er svo sterk. Hún var til staðar fyrir okkur. Hún var til staðar fyrir hinsegin samfélagið. Hún var til staðar fyrir Manchester,“ sagði einn aðdáandi í samtali við BBC. Að hans sögn var ekki þurrt auga í fjöldanum þegar söngkonan steig á svið. Bretland England Hinsegin Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí 2017 með þeim afleiðingum að 22 létust. Í kjölfarið hélt söngkonan styrktartónleika í borginni með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum heims og var hún gerð að heiðursborgara í borginni. Á laugardag sneri söngkonan í fyrsta sinn aftur til borgarinnar eftir árásina og styrktartónleikana til þess að koma fram á gleðigöngunni þar í borg. Hún sagði það vera yfirþyrmandi að heimsækja borgina á ný og viðurkenndi að hún væri nokkuð stressuð. „Ég er svo glöð að vera með ykkur, takk fyrir að taka á móti mér. Fyrirgefið, ég er svo stressuð. Ég ætlaði að segja miklu meira en þetta er mjög yfirþyrmandi. Svo takk,“ sagði söngkonan og bætti við að borgin myndi alltaf eiga sérstakan stað í hjarta hennar. Ariana, sem er ein vinsælasta söngkona heims, söng níu lög fyrir þátttakendur göngunnar og hóf leik á laginu No Tears Left To Cry, sem var fyrsta lagið sem hún gaf út í kjölfar árásarinnar. Að sögn aðdáenda var augljóst að tónleikarnir væru tilfinningaþrungnir fyrir söngkonuna, sem virtist vera við það að bresta í grát þegar hún tók lagið. „Hún er svo sterk. Hún var til staðar fyrir okkur. Hún var til staðar fyrir hinsegin samfélagið. Hún var til staðar fyrir Manchester,“ sagði einn aðdáandi í samtali við BBC. Að hans sögn var ekki þurrt auga í fjöldanum þegar söngkonan steig á svið.
Bretland England Hinsegin Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester "No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika. 20. apríl 2018 14:34