Einungis 1/3 allra fyrirtækja í heiminum ná að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 11:20 Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf.