Atvikið umdeilda á Hlíðarenda: Fjórði dómarinn sá eini sem sá hver skoraði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2019 09:37 Helgi Mikael biðst hér afsökunar á mistökum sínum. Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30
Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48
Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00