Atvikið umdeilda á Hlíðarenda: Fjórði dómarinn sá eini sem sá hver skoraði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2019 09:37 Helgi Mikael biðst hér afsökunar á mistökum sínum. Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30
Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48
Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00