Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:45 Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22