Lífeyrissjóðir bættu við sig í Högum fyrir um 1,8 milljarð Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 07:30 Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. vísir/vilhelm Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira