Segir KR-inga hungraða í meiri árangur og útilokar ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 19:15 Ingi Þór Steinsson er þjálfari KR líkt og á síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36