Segir KR-inga hungraða í meiri árangur og útilokar ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 19:15 Ingi Þór Steinsson er þjálfari KR líkt og á síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36