Forræðishyggja í borginni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skóla - og menntamál Vegan Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun