Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út.
Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.
Good morning
It's #UCLdraw day!
The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd
— #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019
Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni.Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain.
Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax.
Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid.
Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.
Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:
Fyrsti styrkleikaflokkur:
Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St Petersburg
Annar styrkleikaflokkur:
Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, Benfica
Þriðji styrkleikaflokkur:
Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo Zagreb
Fjórði styrkleikaflokkur:
Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille
Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.
CONFIRMED: #UCLdraw pots!
Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA
— #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019