Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Wolves í fjörugum leik á Ítalíu og það var Portúgalinn Raul Jimenez sem kom Wolves yfir á 30. mínútu.
Þannig stóðu leikar þangað til á 57. mínútu er Andrea Belotti jafnaði metin. Einungis mínútu síðar komst Wolves aftur yfir með marki Leander Dendoncker.
FT | #WOL 2-1 #TOR
— Wolves (@Wolves) August 29, 2019
And that's full time! Wolves with a 5-3 aggregate win over @TorinoFC_1906! Raul Jimenez and Leander Dendoncker on target for the home side. #WOLTOR
pic.twitter.com/pqltxOkA8H
Fleiri urðu mörkin ekki og samanlagt 5-3 sigur Wolves sem spilar fimmtudagsbolta í Evrópudeildinni í vetur.
Steven Gerrard og lærisveinar hans verða einnig í riðlakeppninni í vetur eftir að Alfredo Morales skoraði sigurmarkið á 90. mínútu gegn Legia Varsjá.
FULL-TIME: Rangers 1-0 Legia Warsaw (Agg 1-0)
— Rangers Football Club (@RangersFC) August 29, 2019
@EuropaLeague - WE ARE ON OUR WAY! pic.twitter.com/uOBAvK05aW
Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og mark Alfredo var fyrsta og eina mark leiksins í Skotlandi í kvöld. Dramatík hjá Gerrard.