Gætu neitað þeim sem þiggja opinbera aðstoð um dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 15:23 Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem hafa haft varanlegt dvalarleyfi í fimm ár rétt á opinberum bótum. Nýju reglurnar gætu þýtt að þeim fækki sem eiga rétt á dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétti. Vísir/EPA Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira