Lífið

Birti brjósta­mynd sem net­verjar höfðu hótað að birta

Sylvía Hall skrifar
Whitney Cummings hefur gert það gott sem uppistandari.
Whitney Cummings hefur gert það gott sem uppistandari. Vísir/Getty
Í apríl síðastliðnum birti uppistandarinn Whitney Cummings myndband af sér í Instagram-sögu sinni þar sem hún var í baði að borða litkaber. Þegar hún áttaði sig á því að annað brjóst hennar var í mynd var hún fljót að eyða myndbandinu en fjöldi netverja höfðu þá þegar náð skjáskoti af myndbandinu.

Í kjölfarið fóru henni að berast skilaboð þar sem aðilar með skjáskotið undir höndum báðu um greiðslur gegn því að þeir myndu ekki birta myndina. Þegar hún vakti máls á skilaboðunum á Twitter sagði hún þá sem hefðu hótað henni örugglega halda að hún væri frægari en hún raunverulega er og að öllum líkindum haldið að það væri auðveldara að ógna henni.

„Ef einhver ætlar að græða pening eða like á geirvörtunni minni, þá verður það ég. Svo hér er þetta allt saman, vitlausu lúðar,“ skrifar Cummings við færslu þar sem hún birtir myndina sjálf ásamt skjáskoti af skilaboðum þar sem hún var beðin um pening fyrir myndina.





Hún segist ekki ætla að birta nöfn þeirra sem reyndu að græða á henni því það gætu verið „vitlausir krakkar“ og hún hefði sjálf ekki viljað að þær heimsku hugmyndir sem hún hafði sem unglingur væru á allra vitorði eftir eina Google-leit.

Eftir að hún birti myndina á Twitter-síðu sinni fóru henni að berast skilaboð þar sem einstaklingar sögðust vera með aðgang að iCloud-reikningi hennar þar sem allar hennar myndir eru að finna. Hún var ekki lengi að snúa þeim hótunum upp í grín.

„Ég skal vera hreinskilin, ég stend með flestum nektarmyndum af mér. Í hreinskilni skammast ég mín meira fyrir öll inspirational quotes sem ég hef tekið skjáskot af.“




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×