„Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 19:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert vegna brotastarfsemi á vinnumarkaði samkvæmt nýrri skýrslu. Forseti Alþýðusambands Íslands segir skýrsluna staðfesta það sem lengi hafi verið haldið fram, að launaþjófnaður viðgangist á Íslandi. Skýrslan byggist bæði á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga. Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu hátt í átta hundruð launakröfur í fyrra sem samtals námu um 450 milljónum. Yfir helmingur allra krafna voru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en um 19% launafólks á Íslandi er af erlendum uppruna.Sjá einnig: Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki „Við sjáum auðvitað fyrst og fremst að um helmingur allra krafna sem voru gerðar hjá þessum félögum var vegna erlendra félagsmanna og við sjáum líka það að um helmingur krafna eru gerðar vegna fyrirtækja sem eru í ferðaþjónustu- eða veitinga- eða gistiþjónustu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Hæstu kröfurnar eru aftur á móti gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. „Við höfum séð að samhliða efnahagslegum uppgangi og uppgangi í ferðaþjónustu að þessum málum hefur fjölgað til stéttarfélaganna. Þannig að það er engin spurning að það hefur orðið ákveðin aukning á undanförnum árum,“ segir Róbert. Brotin eru misalvarleg en þau geta meðal annars falist í vangreiðslu á launum, álagsgreiðslum eða örum réttindabrotum. „Þessi skýrsla sýnir svo að ekki verður um villst það sem við höfum haldið fram, að launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd og það er mest í byggingageiranum og ferðaþjónustunn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa segir ýmislegt hægt að gera til að bregðast við, meðal annars sé mikilvægt að fylgja eftir yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga í vor. „Og síðan er að herða viðurlög, það á ekki að geta borgað sig að svína á fólki í launum, það er kannski eitt af stóru málunum.“ Hún segir að svo virðist sem hér sé að teiknast upp ný stéttaskipting á Íslenskum vinnumarkaði. „Það eru annars vegar þeir sem eru viðkvæmir fyrir, það eru útlendingar, ungt fólk, fólk í lausbeisluðum ráðningarsamböndum og hins vegar þeir sem eru komnir fyrir vind með fasta vinnu, meðaltekjur eða fyrir ofan, og hvernig brotin lenda á viðkvæmustu hópunum.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira