Fundu leifar forsögulegrar risamörgæsar á stærð við mann Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 12:42 Teikning af stærð risamörgæsarinnar borið saman við manneskju. AP/Canterbury-safnið Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker
Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira