Hetjan Adrián: „Þetta hefur verið brjáluð vika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2019 23:06 Adrián ver síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. vísir/getty „Velkominn til Liverpool, ha? Þetta hefur verið brjáluð vika. Ég er mjög glaður með sigurinn og ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna,“ sagði spænski markvörðurinn Adrián eftir leik Liverpool og Chelsea í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni, 5-4. Adrián varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Þetta var fyrsti leikur Adriáns í byrjunarliði Liverpool. Hann samdi við Liverpool á mánudaginn í síðustu viku eftir að hafa verið án félags síðan samningur hans við West Ham United rann út fyrr í sumar. Adrián var ætlað að vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker. Brassinn meiddist hins vegar í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn og Adrián fékk þá sitt fyrsta tækifæri með Liverpool. Spánverjinn byrjaði svo í markinu í kvöld. Hann fékk á sig vítaspyrnu í framlengingunni sem Jorginho skoraði úr og jafnaði í 2-2. „Ég reyndi að stoppa þegar ég sá hann [Abraham] en framherjar eru svo klókir,“ sagði Adrián um vítið sem hann fékk á sig. Hann bætti heldur betur upp fyrir það með því að verja frá Abraham í vítakeppninni. Þetta er fyrsti titilinn sem Adrián, sem er 32 ára, vinnur á ferlinum. Hann er frá Sevilla og hóf ferilinn með Real Betis. Adrián fór til West Ham 2013 þar sem hann lék í sex ár. Hann lék 150 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Sjá meira
„Velkominn til Liverpool, ha? Þetta hefur verið brjáluð vika. Ég er mjög glaður með sigurinn og ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna,“ sagði spænski markvörðurinn Adrián eftir leik Liverpool og Chelsea í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni, 5-4. Adrián varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Þetta var fyrsti leikur Adriáns í byrjunarliði Liverpool. Hann samdi við Liverpool á mánudaginn í síðustu viku eftir að hafa verið án félags síðan samningur hans við West Ham United rann út fyrr í sumar. Adrián var ætlað að vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker. Brassinn meiddist hins vegar í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn og Adrián fékk þá sitt fyrsta tækifæri með Liverpool. Spánverjinn byrjaði svo í markinu í kvöld. Hann fékk á sig vítaspyrnu í framlengingunni sem Jorginho skoraði úr og jafnaði í 2-2. „Ég reyndi að stoppa þegar ég sá hann [Abraham] en framherjar eru svo klókir,“ sagði Adrián um vítið sem hann fékk á sig. Hann bætti heldur betur upp fyrir það með því að verja frá Abraham í vítakeppninni. Þetta er fyrsti titilinn sem Adrián, sem er 32 ára, vinnur á ferlinum. Hann er frá Sevilla og hóf ferilinn með Real Betis. Adrián fór til West Ham 2013 þar sem hann lék í sex ár. Hann lék 150 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn! Jürgen Klopp ákallaði Adrian eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld, líkt og Rocky Balboa gerði í Óskarverðlaunamynd fyrir 43 árum. 14. ágúst 2019 22:34
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45