Fiskeldi og sportveiði Sigurður Pétursson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun