Fótsporin okkar Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vinnumarkaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar