Arnar gegn Ágústi í Víkinni í kvöld: „Þegar þú ert kominn svona langt áttu ekki að setjast í neinar skotgrafir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira