Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 07:25 Jyske Bank er þriðji stærsti banki Danmerkur. Getty/Bloomberg Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar. Danmörk Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar.
Danmörk Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira