Í dag, fimmtudaginn 15. ágúst, er áfram unnið að malbikun á Hellisheiði milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar. Þetta kemur fram á veg Vegagerðarinnar.
Vegurinn er lokaður í báðar áttir og umferð er beint um Þrengslin þess í stað. Áætlað er að vinnan standi til miðnættis.

