19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira