Fræg kappaksturshetja slapp lifandi úr flugslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 14:00 Dale Earnhardt Jr. Getty/Robert Laberge Fræg bandarísk kappaksturshetja slapp með skrekkinn þegar hann og fjölskylda hans lentu í flugslysi á Elizabethton Municipal flugvellinum í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.Dale Earnhardt Jr. var í vélinni, sem var af Cessna Citation gerð, ásamt eiginkona sinni og eins árs gamalli dóttur þeirra hjóna en auk þess voru tveir flugmenn með þeim. Allir komust á lífi úr vélinni. Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.BREAKING: Dale Earnhardt Jr. is hospitalized after a plane crash. https://t.co/7VERKKOZbV — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 15, 2019Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu. Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.Dale Earnhardt Jr. is "safe" after his plane crashed in Tennessee, Kelley Earnhardt Miller, the NASCAR television analyst and former driver's sister, said https://t.co/5k8O7TJKO1pic.twitter.com/ORoNnOZM7W — Newsday Sports (@NewsdaySports) August 15, 2019Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi. Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Fræg bandarísk kappaksturshetja slapp með skrekkinn þegar hann og fjölskylda hans lentu í flugslysi á Elizabethton Municipal flugvellinum í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.Dale Earnhardt Jr. var í vélinni, sem var af Cessna Citation gerð, ásamt eiginkona sinni og eins árs gamalli dóttur þeirra hjóna en auk þess voru tveir flugmenn með þeim. Allir komust á lífi úr vélinni. Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.BREAKING: Dale Earnhardt Jr. is hospitalized after a plane crash. https://t.co/7VERKKOZbV — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 15, 2019Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu. Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.Dale Earnhardt Jr. is "safe" after his plane crashed in Tennessee, Kelley Earnhardt Miller, the NASCAR television analyst and former driver's sister, said https://t.co/5k8O7TJKO1pic.twitter.com/ORoNnOZM7W — Newsday Sports (@NewsdaySports) August 15, 2019Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi. Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira