Sleit krossband og spilar ekki með Lakers liðinu á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 17:15 DeMarcus Cousins. Getty/Vaughn Ridley Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018. NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018.
NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira