Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 11:34 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, (2.f.v.) vildi ekki skrifa upp á að kolagreftri yrði hætt í sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnu Kyrrahafsríkja. Vísir/EPA Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull. Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull.
Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira