Tekjur.is höfðu engin áhrif á útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar

Samdægurs mun annað tekjublað, tekjublað DV, koma út.
Í blaðinu, sem kemur út árlega, verða tekjur 3.725 Íslendinga birtar. Venju samkvæmt verður einstaklingum flokkað eftir starfsstéttum og að sögn Trausta Hafliðasonar, ritstjóra Viðskiptablaðsins verður bætt við nýjum flokkum í tölublaði ársins.
Iðulega hefur Tekjublaðið komið út fyrr á árinu en skömmu fyrir fyrirhugaða útgáfu blaðsins 1. júní síðastliðinn var útgáfu álagningarskráa frestað til 19. ágúst. Breytingar hafa verið gerðar á gögnum sem birtast í álagningarskrá en Trausti sér ekki fram á að breytingarnar muni hafa mikil áhrif á útgáfu blaðsins.
Undir lok síðasta árs skapaðist mikil umtal um vefsíðuna Tekjur.is sem bauð upp á aðgang að upplýsingum um tekjur Íslendinga, gegn greiðslu, unnum upp úr skattskýrslum. Vefnum var hleypt af stokkunum í október en í lok nóvember tilkynnti Persónuvernd stjórnendum vefsíðunnar að birting þeirra á tekjum upp úr skattskrám væri óheimil. Var síðunni í kjölfarið lokað.
Aðspurður segir Trausti að umtalið og úrskurðirnir í kringum vefsíðuna Tekjur.is hafi engin áhrif haft á tekjublað Frjálsrar Verslunar sem kemur út næsta þriðjudag. Persónuvernd vísaði í fyrra frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV árið 2017.
Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuverndar.
Tengdar fréttir

Samfélagið vill að Steindi starfi í banka
Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks.

Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum
Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil.

Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi
Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar.

Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV
Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.

Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs
Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is.