Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:30 Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna. Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna.
Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37