Við erum regnboginn Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar