Kolbeinn í viðtali í virtasta boxtímariti heims: „Vonandi borgar öll vinnan sig á endanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00