Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 07:45 Andri Snær Magnason Fréttablaðið Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?