ESB Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar