Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 06:16 Hálendi Íslands er að margra mati afar fallegt. Á stórum svæðum er þó afar lítið um gróður. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira