Puma bauð nítján ára strák 1,8 milljarða á ári fyrir skósamning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 17:30 Augu manna verða á Zion Williamson á komandi NBA-tímabili. Getty/Cassy Athena Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019 NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira