Ferja tvö bretti af hlýjum fötum til barna í Atlasfjöllunum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 15:38 Katrín og Hamada ætla að ferja tvö bretti af hlýjum fötum í Atlasfjöllin í byrjun september. Katrín Ottesen og eiginmaður hennar Muhammad Hibbi hafa fyllt íbúðina þeirra af fötum sem þau ætla að ferja til Marokkó í byrjun september. Fötin eru ætluð börnum sem búa í þorpinu Amizmizsem í Atlasfjöllunum þar í landi. Ætlaði alltaf að hjálpa þessu fólki Hamada, eins og hann er alltaf kallaður, fékk hugmyndina þegar hann og Katrín ræddu hvað þau ætluðu að taka með sér í sumarfríinu þeirra um Marokkó en Hamada er þaðan. „Hamada ferðaðist mikið um þetta svæði sem barn með mömmu sinni og sá hve mikil fátækt væri þar. Börnin ekki í góðum fötum eða skóm og hann áttaði sig á hve heppin hann væri,“ segir Katrín. Katrín segir börnin í þorpunum þurfa að ganga í erfiðum aðstæðum í skólann sem er oft langt frá heimilum þeirra. Hamada og móðir hans hafi alltaf fært börnunum hlý föt þegar þau heimsóttu þorpin. „Hamada ákvað sem barn að hann myndi hjálpa þessu fólki þegar hann yrði eldri og nú þegar við erum að ferðast þangað kviknaði sú hugmynd að við tækjum ekkert með okkur, þess í stað myndum við fylla ferðatöskurnar okkar af barnafötum til þess að gefa börnunum Atlasfjöllunum. Þorpin þar eru oft gleymd í Marokkó og fólkið þar fær litla sem enga aðstoð,“ segir Katrín.Pabbi Katrínar gerði sér ferð frá Hveragerði alla leið á Fáskrúðsfjörð á sendibílnum sínum til að sækja öll fötin sem hafa safnast þar.Katrín OttesenUm hundrað manns hafa lagt málefninu lið Katrín setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðunni sinni og bað fólk að hafa samband við sig ef þau ættu eitthvað af hlýjum fötum til að færa þorpsbúum í Atlasfjöllunum. „Ég bjóst kannski við því að þrír til fimm myndu vilja hjálpa en á einum sólarhring voru 60 manns búnir að hafa samband við mig persónulega og taka til heilan helling af útifötum sem þau vildu gefa,“ segir Katrín. Katrín og Hamada hafa búið og starfað á Fáskrúðsfirði í sumar og lét hún reyna á að biðja meðlimi Facebook-hópsins „Fáskrúðsfirðingar“ líka um aðstoð og á nokkrum dögum fylltist íbúðin af góðum útifötum sem þau koma svo til með að ferja til Marokkó. Nú hafa um 100 manns lagt sitt af mörkum. Íbúðin þeirra Katrínar og Hamada á Fáskrúðsfirði fylltist af fötum frá bæjarbúum.Katrín OttesenVilja sýna fólk hvert fötin fara Katrín segir fólk svo ánægt að sjá hvert fötin fara. „Við urðum rosalega spennt fyrir því að geta sýnt fólki hvað þau eru að hjálpa mikið með því að gefa fötin. Við erum búin taka rosalega mikið af myndum og stuttum myndböndum af ferlinu,“ segir Katrín. Þegar út verður komið ætla þau að fara með fötin í skólann sem börnin í þorpunum sækja og munu með hjálp fjölskyldu Hamda færa þeim flíkurnar. „Við ætlum að mynda það líka og að lokum gefa út stutt myndband svo fólk geti séð fötin sín afhent og um leið sjá hvað þau eru að gera mikið gagn,“ segir Katrín.Hafa leitað styrkja til samfélagsins til að flytja fötin út „Upphaflega ætluðum við bara að fylla tvær ferðatöskur en nú eru þetta eru orðin tvö bretti af útifötum sem við erum nú þegar komin með,“ segir Katrín. Þau leituðu aðstoðar til Icelandair Cargo sem hafa ákveðið að styrkja verkefnið. „Þeir eru búnir að vera ótrúlega hjálpsamir og ákváðu að styrkja verkefnið með því að gefa okkur sendingarkostnaðinn til London frítt. Við greiðum svo brettin frá London til Casablanca og alla þá skatta og tolla sem fylgja,“ segir Katrín. Hún segir þau hjónin hafa leitað fjárstyrkja til samfélagsins á Austurfjörðum til að ferja brettin alla leið í Atlasfjöllin. Síldarvinnslan á Norðfirði hafi nú þegar styrkt verkefnið og Alcoa Fjarðarál hafi sýnt því áhuga. Katrín segir þau aðeins leita styrkja að því sem nemur kostnaðinum við að koma flíkunum til Casablanca með flugi og keyra þær í fjöllin. Verði hins vegar einhver afgangur muni hann vera nýttur til að endurtaka leikinn að ári í öðru þorpi í fjöllunum. Hjálparstarf Marokkó Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Katrín Ottesen og eiginmaður hennar Muhammad Hibbi hafa fyllt íbúðina þeirra af fötum sem þau ætla að ferja til Marokkó í byrjun september. Fötin eru ætluð börnum sem búa í þorpinu Amizmizsem í Atlasfjöllunum þar í landi. Ætlaði alltaf að hjálpa þessu fólki Hamada, eins og hann er alltaf kallaður, fékk hugmyndina þegar hann og Katrín ræddu hvað þau ætluðu að taka með sér í sumarfríinu þeirra um Marokkó en Hamada er þaðan. „Hamada ferðaðist mikið um þetta svæði sem barn með mömmu sinni og sá hve mikil fátækt væri þar. Börnin ekki í góðum fötum eða skóm og hann áttaði sig á hve heppin hann væri,“ segir Katrín. Katrín segir börnin í þorpunum þurfa að ganga í erfiðum aðstæðum í skólann sem er oft langt frá heimilum þeirra. Hamada og móðir hans hafi alltaf fært börnunum hlý föt þegar þau heimsóttu þorpin. „Hamada ákvað sem barn að hann myndi hjálpa þessu fólki þegar hann yrði eldri og nú þegar við erum að ferðast þangað kviknaði sú hugmynd að við tækjum ekkert með okkur, þess í stað myndum við fylla ferðatöskurnar okkar af barnafötum til þess að gefa börnunum Atlasfjöllunum. Þorpin þar eru oft gleymd í Marokkó og fólkið þar fær litla sem enga aðstoð,“ segir Katrín.Pabbi Katrínar gerði sér ferð frá Hveragerði alla leið á Fáskrúðsfjörð á sendibílnum sínum til að sækja öll fötin sem hafa safnast þar.Katrín OttesenUm hundrað manns hafa lagt málefninu lið Katrín setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðunni sinni og bað fólk að hafa samband við sig ef þau ættu eitthvað af hlýjum fötum til að færa þorpsbúum í Atlasfjöllunum. „Ég bjóst kannski við því að þrír til fimm myndu vilja hjálpa en á einum sólarhring voru 60 manns búnir að hafa samband við mig persónulega og taka til heilan helling af útifötum sem þau vildu gefa,“ segir Katrín. Katrín og Hamada hafa búið og starfað á Fáskrúðsfirði í sumar og lét hún reyna á að biðja meðlimi Facebook-hópsins „Fáskrúðsfirðingar“ líka um aðstoð og á nokkrum dögum fylltist íbúðin af góðum útifötum sem þau koma svo til með að ferja til Marokkó. Nú hafa um 100 manns lagt sitt af mörkum. Íbúðin þeirra Katrínar og Hamada á Fáskrúðsfirði fylltist af fötum frá bæjarbúum.Katrín OttesenVilja sýna fólk hvert fötin fara Katrín segir fólk svo ánægt að sjá hvert fötin fara. „Við urðum rosalega spennt fyrir því að geta sýnt fólki hvað þau eru að hjálpa mikið með því að gefa fötin. Við erum búin taka rosalega mikið af myndum og stuttum myndböndum af ferlinu,“ segir Katrín. Þegar út verður komið ætla þau að fara með fötin í skólann sem börnin í þorpunum sækja og munu með hjálp fjölskyldu Hamda færa þeim flíkurnar. „Við ætlum að mynda það líka og að lokum gefa út stutt myndband svo fólk geti séð fötin sín afhent og um leið sjá hvað þau eru að gera mikið gagn,“ segir Katrín.Hafa leitað styrkja til samfélagsins til að flytja fötin út „Upphaflega ætluðum við bara að fylla tvær ferðatöskur en nú eru þetta eru orðin tvö bretti af útifötum sem við erum nú þegar komin með,“ segir Katrín. Þau leituðu aðstoðar til Icelandair Cargo sem hafa ákveðið að styrkja verkefnið. „Þeir eru búnir að vera ótrúlega hjálpsamir og ákváðu að styrkja verkefnið með því að gefa okkur sendingarkostnaðinn til London frítt. Við greiðum svo brettin frá London til Casablanca og alla þá skatta og tolla sem fylgja,“ segir Katrín. Hún segir þau hjónin hafa leitað fjárstyrkja til samfélagsins á Austurfjörðum til að ferja brettin alla leið í Atlasfjöllin. Síldarvinnslan á Norðfirði hafi nú þegar styrkt verkefnið og Alcoa Fjarðarál hafi sýnt því áhuga. Katrín segir þau aðeins leita styrkja að því sem nemur kostnaðinum við að koma flíkunum til Casablanca með flugi og keyra þær í fjöllin. Verði hins vegar einhver afgangur muni hann vera nýttur til að endurtaka leikinn að ári í öðru þorpi í fjöllunum.
Hjálparstarf Marokkó Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira