Bandarískir áhorfendur hafa fengið að sjá stiklu úr dularfullri mynd Christopher Nolan Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:16 Breski leikstjórinn Christopher Nolan. Vísir/Getty Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári. Hollywood Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári.
Hollywood Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira