Bandarískir áhorfendur hafa fengið að sjá stiklu úr dularfullri mynd Christopher Nolan Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:16 Breski leikstjórinn Christopher Nolan. Vísir/Getty Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári. Hollywood Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári.
Hollywood Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira