Bandarískir áhorfendur hafa fengið að sjá stiklu úr dularfullri mynd Christopher Nolan Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:16 Breski leikstjórinn Christopher Nolan. Vísir/Getty Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári. Hollywood Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári.
Hollywood Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira