„Leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki“ | Sjáðu sigurpútt Shibuno á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 22:45 Shibuno sló eftirminnilega í gegn á Opna breska. vísir/getty Hinako Shibuno, tvítugur Japani, kom öllum á óvart með því að vinna Opna breska meistaramótið í golfi. Fyrir Opna breska vissu fáir hver Shibuno var enda hafði hún aldrei áður keppt á risamóti. Hún hafði ekki einu keppt utan Japans. Reynsluleysið kom hins vegar ekki að sök á Woburn-vellinum um helgina. Shibuno tryggði sér sigurinn þegar hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði höggið geigað hefði hún mætt Lizette Salas frá Bandaríkjunum í bráðabana um sigurinn á Opna breska. Sigurpútt Shibunos má sjá hér fyrir neðan.BANG Hinako Shibuno, " The Smiling Cinderella" drills the back of the cup for birdie to win the 2019 @AIGWBO!pic.twitter.com/2TztfpPT0p — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 „Mér líður enn eins og ég sé að fara að æla. Ég var mjög stressuð á fyrri níu holunum en það lagaðist á seinni níu,“ sagði Shibuno eftir mótið. Hún fékk fimm fugla á seinni níu holunum. Í gær voru þeir sex. Shibuno lék samtals á 18 höggum undir pari og var einu höggi á undan Salas. „Mér leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki. Það er taugatrekkjandi að keppa á svona móti en ég ætlaði líka að njóta þess,“ sagði sú japanska. Óhætt er að Shibuno hafi notið þess að keppa á Opna breska. Hún heillaði alla upp úr skónum með glaðlegri framkomu og breiðu brosi. Á síðustu tveimur holunum hló hún og grínaðist með kylfusveini sínum og borðaði sælgæti. Stressið var ekki meira en það hjá Shibuno sem hefur fengið viðurnefnið „brosandi Öskubuskan“. Fyrir sigurinn á Opna breska fékk Shibuno 675.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 83 milljónir íslenskra króna.Check out the final round highlights from the thrilling @AIGWBO where Hinako Shibuno came out of nowhere to win our fifth and final major of the season! Watch >> pic.twitter.com/xLmeCqdC9b — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Golf Tengdar fréttir Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinako Shibuno, tvítugur Japani, kom öllum á óvart með því að vinna Opna breska meistaramótið í golfi. Fyrir Opna breska vissu fáir hver Shibuno var enda hafði hún aldrei áður keppt á risamóti. Hún hafði ekki einu keppt utan Japans. Reynsluleysið kom hins vegar ekki að sök á Woburn-vellinum um helgina. Shibuno tryggði sér sigurinn þegar hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði höggið geigað hefði hún mætt Lizette Salas frá Bandaríkjunum í bráðabana um sigurinn á Opna breska. Sigurpútt Shibunos má sjá hér fyrir neðan.BANG Hinako Shibuno, " The Smiling Cinderella" drills the back of the cup for birdie to win the 2019 @AIGWBO!pic.twitter.com/2TztfpPT0p — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 „Mér líður enn eins og ég sé að fara að æla. Ég var mjög stressuð á fyrri níu holunum en það lagaðist á seinni níu,“ sagði Shibuno eftir mótið. Hún fékk fimm fugla á seinni níu holunum. Í gær voru þeir sex. Shibuno lék samtals á 18 höggum undir pari og var einu höggi á undan Salas. „Mér leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki. Það er taugatrekkjandi að keppa á svona móti en ég ætlaði líka að njóta þess,“ sagði sú japanska. Óhætt er að Shibuno hafi notið þess að keppa á Opna breska. Hún heillaði alla upp úr skónum með glaðlegri framkomu og breiðu brosi. Á síðustu tveimur holunum hló hún og grínaðist með kylfusveini sínum og borðaði sælgæti. Stressið var ekki meira en það hjá Shibuno sem hefur fengið viðurnefnið „brosandi Öskubuskan“. Fyrir sigurinn á Opna breska fékk Shibuno 675.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 83 milljónir íslenskra króna.Check out the final round highlights from the thrilling @AIGWBO where Hinako Shibuno came out of nowhere to win our fifth and final major of the season! Watch >> pic.twitter.com/xLmeCqdC9b — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Golf Tengdar fréttir Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14