BBC greinir frá því að átta hið minnsta hafi slasast en í geymslunni mátti finna mikinn fjölda skota, loftskeyta og annarra sprengiefna.
Í kjölfar sprenginganna var lýst yfir neyðarástandi á svæðinu, vestur af borginni Krasnoyarsk. 3.000 íbúar hafa þegar yfirgefið heimili sín en yfirvöld hafa beðið 11.000 til viðbótar að búa sig undir brottflutning.
Sjá má sprengingarnar í myndskeiðinu hér að neðan.