Íseyjan Davíð Stefánsson skrifar 6. ágúst 2019 08:00 Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun