Beinbrunasóttarfaraldur á Filippseyjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2019 11:30 Farið var í bólusetningarátak á landsvísu árið 2016. Vísir/Getty Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku. Filippseyjar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku.
Filippseyjar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira