Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 11:45 Seth Meyers, Stephen Colbert, Donald Trump, Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon. Vísir Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55
Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45