Blendin viðbrögð við fyrirhugaðari heimsókn Trump til El Paso Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 00:03 Frá blaðamannafundi Trump á mánudag. Vísir/Getty Fyrirhuguð heimsókn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið blendin viðbrögð íbúa borgarinnar. Margir segja hann bera ábyrgð á þeirri orðræðu sem hefur ýtt undir aukna þjóðernishyggju í landinu og frekari jaðarsetningu innflytjenda en árásarmaðurinn sagði í stefnuyfirlýsingunni sinni að hann ætlaði að bjarga Bandaríkjunum frá frekari innrás innflytjenda frá rómönsku Ameríku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt heimsóknina er Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Hann sagði forsetann hafa ýtt undir hatrið sem hvatti árásarmanninn áfram og hann ætti því ekki að heimsækja borgina í kjölfar árásarinnar. Borgin þyrfti ekki á frekari sundrung að halda. Borgarstjórinn Dee Margo er ekki á sama máli og sagðist myndu taka á móti forsetanum í heimsókn hans. Heimsóknin væri ekki pólitísks eðlis heldur væri hann forseti Bandaríkjanna og þau myndu funda saman um þarfir íbúa El Paso. Á blaðamannafundi Trump á mánudag tjáði hann sig um árásirnar tvær sem urðu um helgina. Þar sagði hann nauðsynlegt að fordæma rasisma, ofstæki og hvíta þjóðernishyggju. Þá vildi hann jafnframt herða refsingar við hatursglæpum og fjöldamorðum og lagði til að þeir sem fremdu slík ódæðisverk yrðu teknir af lífi. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Fyrirhuguð heimsókn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið blendin viðbrögð íbúa borgarinnar. Margir segja hann bera ábyrgð á þeirri orðræðu sem hefur ýtt undir aukna þjóðernishyggju í landinu og frekari jaðarsetningu innflytjenda en árásarmaðurinn sagði í stefnuyfirlýsingunni sinni að hann ætlaði að bjarga Bandaríkjunum frá frekari innrás innflytjenda frá rómönsku Ameríku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt heimsóknina er Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Hann sagði forsetann hafa ýtt undir hatrið sem hvatti árásarmanninn áfram og hann ætti því ekki að heimsækja borgina í kjölfar árásarinnar. Borgin þyrfti ekki á frekari sundrung að halda. Borgarstjórinn Dee Margo er ekki á sama máli og sagðist myndu taka á móti forsetanum í heimsókn hans. Heimsóknin væri ekki pólitísks eðlis heldur væri hann forseti Bandaríkjanna og þau myndu funda saman um þarfir íbúa El Paso. Á blaðamannafundi Trump á mánudag tjáði hann sig um árásirnar tvær sem urðu um helgina. Þar sagði hann nauðsynlegt að fordæma rasisma, ofstæki og hvíta þjóðernishyggju. Þá vildi hann jafnframt herða refsingar við hatursglæpum og fjöldamorðum og lagði til að þeir sem fremdu slík ódæðisverk yrðu teknir af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02