The search is over. At 10am this morning, Manitoba RCMP officers located the bodies of two males, believed to be the BC suspects, near the shoreline of the Nelson River (approx 8km from the burnt vehicle). #rcmpmbpic.twitter.com/tZ7EBFsNDr
— RCMP Manitoba (@rcmpmb) August 7, 2019
Lík drengjanna tveggja fundust við strandlengju Nelson-árinnar um klukkan tíu í morgun að staðartíma, um það bil átta kílómetrum frá staðnum þar sem bíll þeirra hafði fundist. Drengirnir höfðu verið ákærðir fyrir morð parsins sem og fyrir morð á eldri karlmanni sem fannst fjórum dögum seinna við afskekktan þjóðveg.
Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna
Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðveginn, um tuttugu kílómetrum suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað.
Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla bar kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola.