Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2019 21:49 Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ehf. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum en framkvæmdastjóri félagsins telur þó að innanlandsflugið eigi eftir að eflast á ný. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið blés til sóknar fyrir þremur árum þegar það keypti þrjár Bombardier Q400 vélar og fékk auk þess eina styttri Q200 í skiptum þegar gömlu Fokkerarnir voru seldir. Þar með var félagið komið með sex Bombardier-vélar, þrjár lengri og þrjár styttri, en núna eru tvær þeirra til sölu.Bombardier Q400. Flugfélagið hyggst reka tvær slíkar áfram og tvær af minni gerðinni, Q200.Mynd/Stöð 2.„Við erum búin að vera að skoða bæði langtímaverkefni og sölu á einni Q400 í svolítinn tíma. Það hefur ekki gengið eftir. Markaðurinn þar er frekar þröngur en við erum auðvitað að nota þá vél núna í skemmri tíma leiguverkefni,“ segir Árni en þar vísar hann til þess að Icelandair nýtir vélina vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna. „Q200 vélin, sem við ákváðum í síðustu viku að setja á sölu, - við erum svona að skoða þann markað. Það er bara rétt að hefjast, - fyrstu metrarnir á þeirri vegferð.“Styttri gerðin, Q200, í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Ein þriggja slíkra hefur nú verið boðin til sölu.vísir/stefánÚtrás til Aberdeen og Belfast gekk ekki eftir og svo hefur farþegum fækkað innanlands. „Það sem af er þessu ári hefur þetta verið rúmlega tíu prósent. Það er töluvert á stuttum tíma.“ Hlutfall erlendra ferðamanna í innanlandsflugi á sumrin vekur athygli. „Allt upp í 30-40 prósent á sumartímanum. Og þá með þessari miklu fækkun erlendra ferðamanna sem hefur orðið núna í sumar þá finnum við meira fyrir því núna í sumar. En síðan er það minna á veturnar.“ Loðnubrestur hafði áhrif á innanlandsflugið. „Sérstaklega hefur hagvöxtur á landsbyggðinni verið lítill og neikvæður á undanförnum árum á ákveðnum svæðum. Það sjáum við í tölunum hjá okkur.“Frá Egilsstaðaflugvelli. Farþegafækkun í innanlandsflugi er meðal annars rakin til tekjusamdráttar á landsbyggðinniMynd/Stöð 2.Sparnaðaraðgerðir fela meðal annars í sér fækkun ferða í vetur til Egilsstaða og Ísafjarðar og tíðari notkun styttri vélanna í stað þeirra lengri. Árni segir ekkert liggja fyrir um fækkun starfsmanna. „Það má búast við að það verði einhverjar breytingar. En við eru ekki að sjá fyrir okkur einhverja verulega fækkun í tengslum við þetta.“ Hann spáir því að innanlandsflugið eflist á ný. „Um leið og hagkerfið tekur við sér aftur, sérstaklega á landsbyggðinni, sem það mun gera, - ég hef trú á því, - þá verði aftur vöxtur í innanlandsfluginu hjá okkur.“ Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 sagði að erlendum ferðamönnum hefði fækkað um 30-40%. Hið rétta er að verið er að ræða um hlutfall erlendra ferðamanna í innanlandsflugi Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Drög að flugstefnu lögð fram Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drögum að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 27. júlí 2019 07:45 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum en framkvæmdastjóri félagsins telur þó að innanlandsflugið eigi eftir að eflast á ný. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið blés til sóknar fyrir þremur árum þegar það keypti þrjár Bombardier Q400 vélar og fékk auk þess eina styttri Q200 í skiptum þegar gömlu Fokkerarnir voru seldir. Þar með var félagið komið með sex Bombardier-vélar, þrjár lengri og þrjár styttri, en núna eru tvær þeirra til sölu.Bombardier Q400. Flugfélagið hyggst reka tvær slíkar áfram og tvær af minni gerðinni, Q200.Mynd/Stöð 2.„Við erum búin að vera að skoða bæði langtímaverkefni og sölu á einni Q400 í svolítinn tíma. Það hefur ekki gengið eftir. Markaðurinn þar er frekar þröngur en við erum auðvitað að nota þá vél núna í skemmri tíma leiguverkefni,“ segir Árni en þar vísar hann til þess að Icelandair nýtir vélina vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna. „Q200 vélin, sem við ákváðum í síðustu viku að setja á sölu, - við erum svona að skoða þann markað. Það er bara rétt að hefjast, - fyrstu metrarnir á þeirri vegferð.“Styttri gerðin, Q200, í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Ein þriggja slíkra hefur nú verið boðin til sölu.vísir/stefánÚtrás til Aberdeen og Belfast gekk ekki eftir og svo hefur farþegum fækkað innanlands. „Það sem af er þessu ári hefur þetta verið rúmlega tíu prósent. Það er töluvert á stuttum tíma.“ Hlutfall erlendra ferðamanna í innanlandsflugi á sumrin vekur athygli. „Allt upp í 30-40 prósent á sumartímanum. Og þá með þessari miklu fækkun erlendra ferðamanna sem hefur orðið núna í sumar þá finnum við meira fyrir því núna í sumar. En síðan er það minna á veturnar.“ Loðnubrestur hafði áhrif á innanlandsflugið. „Sérstaklega hefur hagvöxtur á landsbyggðinni verið lítill og neikvæður á undanförnum árum á ákveðnum svæðum. Það sjáum við í tölunum hjá okkur.“Frá Egilsstaðaflugvelli. Farþegafækkun í innanlandsflugi er meðal annars rakin til tekjusamdráttar á landsbyggðinniMynd/Stöð 2.Sparnaðaraðgerðir fela meðal annars í sér fækkun ferða í vetur til Egilsstaða og Ísafjarðar og tíðari notkun styttri vélanna í stað þeirra lengri. Árni segir ekkert liggja fyrir um fækkun starfsmanna. „Það má búast við að það verði einhverjar breytingar. En við eru ekki að sjá fyrir okkur einhverja verulega fækkun í tengslum við þetta.“ Hann spáir því að innanlandsflugið eflist á ný. „Um leið og hagkerfið tekur við sér aftur, sérstaklega á landsbyggðinni, sem það mun gera, - ég hef trú á því, - þá verði aftur vöxtur í innanlandsfluginu hjá okkur.“ Leiðrétting: Í frétt Stöðvar 2 sagði að erlendum ferðamönnum hefði fækkað um 30-40%. Hið rétta er að verið er að ræða um hlutfall erlendra ferðamanna í innanlandsflugi Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Drög að flugstefnu lögð fram Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drögum að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 27. júlí 2019 07:45 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45
Drög að flugstefnu lögð fram Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drögum að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 27. júlí 2019 07:45
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43