Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2019 07:45 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jóhann K. Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi borið á góma í samskiptum við erlenda leigusala. „Það er mat þeirra að þessar aðgerðir hafi haft neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland og þá sérstaklega ný fyrirtæki sem eiga enga rekstrarsögu að baki,“ segir Bogi Nils. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að málið hafi teljandi áhrif á Icelandair eða þau leigukjör sem standa flugfélaginu til boða þar sem Icelandair sé eftirsóttur viðskiptavinur á markaðinum. Spurður hvort erlendir leigusalar muni leggja áhættuálag á ný íslensk flugfélög segir Bogi Nils að svo geti verið. „Þetta virkar þannig að leigusalar eru með áhættunefndir sem meta hvað hefur gerst hjá fyrirtækjunum og í þeim löndum sem þau starfa í. Að mínu mati mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íslensk flugfélög sem eru að hefja rekstur. Ég held að það sé engin spurning,“ segir Bogi Nils. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira
Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi borið á góma í samskiptum við erlenda leigusala. „Það er mat þeirra að þessar aðgerðir hafi haft neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland og þá sérstaklega ný fyrirtæki sem eiga enga rekstrarsögu að baki,“ segir Bogi Nils. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að málið hafi teljandi áhrif á Icelandair eða þau leigukjör sem standa flugfélaginu til boða þar sem Icelandair sé eftirsóttur viðskiptavinur á markaðinum. Spurður hvort erlendir leigusalar muni leggja áhættuálag á ný íslensk flugfélög segir Bogi Nils að svo geti verið. „Þetta virkar þannig að leigusalar eru með áhættunefndir sem meta hvað hefur gerst hjá fyrirtækjunum og í þeim löndum sem þau starfa í. Að mínu mati mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íslensk flugfélög sem eru að hefja rekstur. Ég held að það sé engin spurning,“ segir Bogi Nils.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira