Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2019 07:45 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jóhann K. Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi borið á góma í samskiptum við erlenda leigusala. „Það er mat þeirra að þessar aðgerðir hafi haft neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland og þá sérstaklega ný fyrirtæki sem eiga enga rekstrarsögu að baki,“ segir Bogi Nils. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að málið hafi teljandi áhrif á Icelandair eða þau leigukjör sem standa flugfélaginu til boða þar sem Icelandair sé eftirsóttur viðskiptavinur á markaðinum. Spurður hvort erlendir leigusalar muni leggja áhættuálag á ný íslensk flugfélög segir Bogi Nils að svo geti verið. „Þetta virkar þannig að leigusalar eru með áhættunefndir sem meta hvað hefur gerst hjá fyrirtækjunum og í þeim löndum sem þau starfa í. Að mínu mati mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íslensk flugfélög sem eru að hefja rekstur. Ég held að það sé engin spurning,“ segir Bogi Nils. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi borið á góma í samskiptum við erlenda leigusala. „Það er mat þeirra að þessar aðgerðir hafi haft neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland og þá sérstaklega ný fyrirtæki sem eiga enga rekstrarsögu að baki,“ segir Bogi Nils. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að málið hafi teljandi áhrif á Icelandair eða þau leigukjör sem standa flugfélaginu til boða þar sem Icelandair sé eftirsóttur viðskiptavinur á markaðinum. Spurður hvort erlendir leigusalar muni leggja áhættuálag á ný íslensk flugfélög segir Bogi Nils að svo geti verið. „Þetta virkar þannig að leigusalar eru með áhættunefndir sem meta hvað hefur gerst hjá fyrirtækjunum og í þeim löndum sem þau starfa í. Að mínu mati mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íslensk flugfélög sem eru að hefja rekstur. Ég held að það sé engin spurning,“ segir Bogi Nils.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira