Áfallaþykkni Kolbeinn Marteinsson skrifar 8. ágúst 2019 07:45 Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun