Stærri og sterkari sveitarfélög Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 07:15 Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar