Stærri og sterkari sveitarfélög Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 07:15 Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar