Horfin tíð á Hornströndum Þorvaldur Gylfason skrifar 8. ágúst 2019 08:45 Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun