Methlutfall fyrstu kaupenda merki þess að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 10:16 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra. Vísir/vilhelm Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér. Húsnæðismál Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér.
Húsnæðismál Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent