Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 12:31 Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Mynd/Íslandspóstur Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13